mið 24. apríl 2019 06:00
Arnar Helgi Magnússon
Sanches vill burt frá Bayern
Mynd: Getty Images
Renato Sanches hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Bayern Munchen á leiktíðinni.

Hann er búinn að spila 23 leiki á leiktíðinni og skorað í þeim eitt mark. Hann er orðinn þreyttur á bekkjarsetunni og vill færa sig um set í sumar.

„Það vita allir að ég vil fá fleiri mínútur. Fimm mínútur í leik er ekki nóg. Það skemmtilegasta sem ég geri er að spila og ég vil gera meira af því. Ég geri mitt allra besta á hverri æfingu," sagði Sanches.

„Þjálfarinn veit stöðuna og liðsfélagar mínir. Ég verð alltaf tilbúinn og ég verð að reyna að gera mitt allra besta í þessar fimm mínútur sem ég fæ. Ég spila yfirleitt vel þegar ég spila."

Renato var eftirsóttur af stórliðum fyrir nokkrum árum, áður en hann tók eitt misheppnað tímabil með Swansea.

„Ég á fimmtán ár eftir af ferlinum og framtíðin getur orðið ansi góð ef ég fæ að spila," sagði Sanches að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner