Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 24. apríl 2019 10:07
Elvar Geir Magnússon
Sarri ákærður af enska sambandinu
Sarri var rekinn upp í stúku.
Sarri var rekinn upp í stúku.
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu eftir að hafa verið rekinn upp í stúku í 2-2 jafnteflinu gegn Burnley á mánudagskvöld.

Það voru læti á Stamford Bridge og hiti í mönnum í göngunum eftir leik.

Gianfranco Zola, aðstoðarstjóri Chelsea, segir að starfslið Burnley hafi verið með dónaskap við Sarri.

„Ég held að þessu máli sé ekki lokið. Maurizio var mjög óánægður," sagði Zola.

Chelsea-menn voru ósáttir við hvernig Burnley tafði í leiknum og Sarri mætti ekki í viðtöl við fjölmiðla eftir leikinn.

Þessi 60 ára gamli Ítali hefur tækifæri til föstudags til að svara ákærunni.
Athugasemdir
banner
banner