Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 24. apríl 2019 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Segja Van Dijk vera búinn að vinna kjörið
Mynd: Getty Images
Daily Mail heldur því fram að Virgil van Dijk sé búinn að vinna kjörið um besta knattspyrnumann tímabilsins á Englandi.

Verðlaunaafhending enska leikmannasambandsins fer fram sunnudaginn 28. apríl, á Grosvenor House Hotel í London.

Van Dijk og Raheem Sterling eru taldir líklegastir til að hreppa verðlaunin en Sterling er einnig tilnefndur í flokkinum besti ungi leikmaður ársins.

Reynist heimildir Daily Mail réttar verður þetta annað árið í röð sem leikmaður Liverpool vinnur kjörið. Mohamed Salah var bestur í fyrra. Þetta yrði í fjórða sinn sem leikmaður Liverpool hlýtur nafnbótina frá stofnun úrvalsdeildarinnar eftir Luis Suarez 2014 og Steven Gerrard 2006.

Sadio Mane, samherji Van Dijk hjá Liverpool, kom einnig til greina en var ekki líklegur til sigurs.
Athugasemdir
banner
banner
banner