Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. apríl 2019 19:34
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Atletico þurfti að skora þrjú gegn Valencia
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid 3 - 2 Valencia
1-0 Alvaro Morata ('9)
1-1 Kevin Gameiro ('36)
2-1 Antoine Griezmann ('49)
2-2 Diego Parejo ('77, víti)
3-2 Angel Correa ('81)

Atletico Madrid tók á móti Valencia í fyrsta leik dagsins í spænska boltanum og skoraði Alvaro Morata sitt sjötta mark í tólf deildarleikjum strax á níundu mínútu.

Leikurinn var nokkuð jafn og verðskuldaði Kevin Gameiro jöfnunarmarkið sitt á 36. mínútu og staðan jöfn í hálfleik.

Antoine Griezmann kom Atletico yfir á nýjan leik í upphafi síðari hálfleiks og héldu heimamenn forystunni þar til á 77. mínútu. Diego Parejo skoraði þá úr vítaspyrnu.

Gleði gestanna varði þó ekki lengi því Angel Correa gerði sigurmark Atletico skömmu síðar. Lokatölur 3-2.

Atletico er sem fyrr í öðru sæti en tapið kemur sér illa fyrir Valencia sem er í því fimmta. Sigur hefði fleytt liðinu upp í fjórða sæti og nú getur liðið dottið niður í það sjötta ef Sevilla nær svo mikið sem stigi gegn Rayo Vallecano á morgun.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 32 25 6 1 70 22 +48 81
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 32 13 12 7 46 34 +12 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner