fös 24. apríl 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ársmiðahafar Schalke geta ekki fengið endurgreiðslu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fjármál Schalke 04 eru afar slæm og er framtíð félagsins í hættu vegna kórónuveirunnar. Félagið er, rétt eins og langflest efstudeildarlið í Þýskalandi, í meirihlutaeigu stuðningsmanna en gæti þurft að selja til einkaaðila ef sjónvarpsgreiðslur berast ekki um næstu mánaðarmót.

Þýska deildin stefnir á að fara aftur af stað í maí og eru níu umferðir eftir, en litlar sem engar líkur á því að áhorfendur fái að mæta á leikina.

Það eru því margir ársmiðahafar víða um heim sem hafa beðið um endurgreiðslu fyrir síðustu heimaleiki tímabilsins, en stuðningsmenn Schalke eiga ekki von á slíkri nema í formi gjafabréfs.

Schalke er staðsett í Gelsenkirchen, sem er ein af fátækustu borgum Þýskalands og fólk sem býr þar ekki með mikið á milli handanna. Félagið telur sér ekki fært að endurgreiða miðana og hefur boðið stuðningsmönnum fjóra valkosti.

1. Sérstakur 'Takk fyrir' bolur.
2. Afsláttur á næsta ársmiða
3. Gjafabréf í Schalke-búðina
4. Láta peninginn renna til Schalke
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 26 22 4 0 66 18 +48 70
2 Bayern 26 19 3 4 78 31 +47 60
3 Stuttgart 26 18 2 6 60 31 +29 56
4 Dortmund 26 14 8 4 53 32 +21 50
5 RB Leipzig 26 15 4 7 60 32 +28 49
6 Eintracht Frankfurt 26 10 10 6 42 35 +7 40
7 Augsburg 26 9 8 9 43 42 +1 35
8 Hoffenheim 26 9 6 11 44 50 -6 33
9 Freiburg 26 9 6 11 36 48 -12 33
10 Werder 26 8 6 12 35 41 -6 30
11 Heidenheim 26 7 8 11 35 44 -9 29
12 Gladbach 26 6 10 10 46 50 -4 28
13 Union Berlin 26 8 4 14 25 42 -17 28
14 Wolfsburg 26 6 7 13 31 44 -13 25
15 Bochum 26 5 10 11 30 54 -24 25
16 Mainz 26 3 10 13 22 46 -24 19
17 Köln 26 3 9 14 20 47 -27 18
18 Darmstadt 26 2 7 17 26 65 -39 13
Athugasemdir
banner
banner
banner