Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 24. apríl 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Carragher um söluna á Torres: Við göbbuðum Chelsea
Torres skoraði 45 mörk í 172 leikjum hjá Chelsea.
Torres skoraði 45 mörk í 172 leikjum hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Hjá Liverpool gerði hann 81 mark í 142 leikjum. Hér fagnar hann marki ásamt Steven Gerrard og DIrk Kuyt.
Hjá Liverpool gerði hann 81 mark í 142 leikjum. Hér fagnar hann marki ásamt Steven Gerrard og DIrk Kuyt.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher var partur af 'Off Script' þætti Sky Sports í gær og ræddi þar félagaskipti Fernando Torres frá Liverpool til Chelsea.

Torres var meðal bestu sóknarmanna ensku deildarinnar hjá Liverpool en hans síðasta tímabil hjá félaginu var ekki sérlega gott. Spænski sóknarmaðurinn skipti yfir til Chelsea fyrir 50 milljónir punda í janúar 2011, sem var metfé fyrir enskt félag á þeim tíma, en Carragher segir að hann hafi aðeins verið skugginn af sjálfum sér á síðasta tímabili sínu í Bítlaborginni.

„Ég trúði þessu ekki. Ég vissi að við hefðum gabbað Chelsea með þessum félagaskiptum. Torres var búinn að vera skugginn af sjálfum sér í tólf mánuði þegar við seldum hann," sagði Carragher.

„Í eitt og hálft ár held ég að hann hafi verið besti sóknarmaður heims. Hann skoraði svo mikið gegn Chelsea að eigandinn (Roman Abramovich) var staðráðinn í að kaupa hann. Á þessum tímum keypti eigandinn hvaða leikmenn sem hann vildi til félagsins.

„Við vorum heppnir þetta árið því við vorum að eiga slakt tímabil en mættum svo Chelsea og unnum 2 eða 3-0. Torres átti slakt tímabil en náði að setja tvennu í leiknum. Ég held að það hafi verið stundin sem Roman Abramovich tók ákvörðun um að kaupa Torres í janúar. Við bjuggumst þó ekki við að fá 50 milljónir fyrir hann.

„Þetta var svipað eins og með Andriy Shevchenko sem kom frá Milan."


Liverpool tók 50 milljónirnar og notaði 35 til að kaupa Andy Carroll. Restin fór í kaupin á Luis Suarez, sóknarmanni Ajax, sem reyndist verðugur arftaki Torres.

„Við vorum miður okkar að Torres væri farinn en við vissum að hann yrði aldrei aftur sami leikmaður. Það sem við trúðum ekki var að við fengum 50 milljónir fyrir hann og notuðum 35 milljónir til að ganga frá svipuðum kaupum (Andy Carroll). En við fengum Luis Suarez út úr því.

„Við fengum tvo sóknarmenn fyrir peninginn sem kom inn fyrir Torres og það var gott. Ég var ekki hissa þegar hann átti erfitt uppdráttar hjá Chelsea."


Í dag er Torres 36 ára gamall. Hann lagði skóna á hilluna í júní í fyrra eftir að hafa komið við hjá AC Milan, Atletico Madrid og Sagan Tosu á síðustu fimm árunum í atvinnumennsku.
Athugasemdir
banner
banner