Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 24. apríl 2020 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiginkona Carragher með kórónuveiruna
Carragher og Nicola, eiginkona hans.
Carragher og Nicola, eiginkona hans.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool sem vinnur núna sem sérfræðingur á Sky Sports, hefur greint frá því að eiginkona sín, Nicola, sé með kórónuveiruna.

Er það annað smitið í fjölskyldu fyrrum varnarmannsins því frænka hans greindist einnig með kórónuveiruna.

Í pistli á Telegraph skrifaði Carragher: „Það þarf enginn að segja mér að heilsa ástvina skipti mestu máli. Eiginkona mín, Nicola, greindist með kórónuveiruna. Frænka mín var á sjúkrahúsi í síðustu viku með kórónuveiruna, en er núna að jafna sig."

„Ég er auðvitað spenntur fyrir því að fótboltinn byrji aftur, en það vill enginn að ákvörðun verði tekin af röngum ástæðum, á röngum tíma og fari gegn ráðleggingum stjórnvalda og vísindamanna."

Carragher ítrekar að heilsa fólks sé það sem mikilvægast er, en það verði einnig að fást sanngjörn niðurstaða í íþróttum. „Það er engin ástæða fyrir því að við getum ekki fengið sanngjarna niðurstöðu," segir Carragher.
Athugasemdir
banner
banner