Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 24. apríl 2020 13:07
Magnús Már Einarsson
FIFA hjálpar þjóðum - Fyrirframgreiðir fé
Mynd: Getty Images
FIFA hefur tilkynnt að sambandið ætli að létta undir með aðildarsamböndum sínum vegna kórónaveirunnar með því að fyrirframgreiða greiðslur sem samböndin áttu að fá í ár.

Allar aðildarþjóðir FIFA fá 500 þúsund dollara inn á sinn reikning á næstu dögum. Þar á meðal er KSÍ en upphæðin jafngildir um 73 milljónum íslenskra króna.

Upphæðin átti að koma til aðildarsambanda í júlí en FIFA hefur nú ákveðið að flýta greiðslu.

„Það er skylda FIFA að vera til staðar og styðja við sambönd þegar þörf er á því," sagði Gianni Infantino, forseti FIFA.

Uppfært 14:08: Um er að ræða fyrirframgreiðslu á upphæð sem átti að koma til aðildarsambanda í júlí.
Athugasemdir
banner