Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. apríl 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gabriel Jesus gefur þrjú tonn af mat til fátækrahverfa
Gabriel Jesus er 23 ára gamall og hefur skorað 18 mörk í 39 landsleikjum.
Gabriel Jesus er 23 ára gamall og hefur skorað 18 mörk í 39 landsleikjum.
Mynd: Getty Images
Gabriel Jesus, sóknarmaður brasilíska landsliðsins og Manchester City, hefur komið íbúum fátækrahverfa í Brasilíu til hjálpar með rausnarlegri matargjöf.

Jesus gaf þrjú tonn af mat til íbúa í svokölluðum 'favela' fátækrahverfum í heimalandinu. Hann staðfesti þetta í beinni útsendingu á YouTube þar sem brasilíski söngvarinn Belo kom ýmsum áhrifavöldum saman og hrinti af stað umfangsmikilli söfnun fyrir þá sem eiga hvað erfiðast í kórónuveirunni.

Jesus hringdi í Belo til að biðja um óskalag og lét um leið vita af rausnarlegu gjöfinni. Hann söng smá með laginu í útsendingunni og sendi frá sér góða strauma.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jesus dregur fram veskið til að leggja Brasilíubúum lið í þessari erfiðu baráttu. Fyrir nokkrum vikum gaf hann 400 matarkörfur til fjölskyldna í Jardim Peri hverfinu, þar sem hann ólst upp.

Fyrr í vikunni staðfesti brasilíska landsliðsins að leikmenn liðsins hefðu safnað saman 850 þúsund evrum til að gefa bágstöddum. Hálf upphæðin kom frá leikmönnum og hinn helmingurinn frá knattspyrnusambandinu og ætti upphæðin að duga til að hjálpa 32 þúsund fjölskyldum.


Athugasemdir
banner