fös 24. apríl 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Grealish á hægri kantinum hjá Manchester United?
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, er sagður á óskalista Manchester United fyrir sumarið. Grealish hefur spilað sem vinstri kantmaður og sem fremsti miðjumaður hjá Aston Villa og vakið athygli fyrir góða frammistöðu sína.

The Athletic segir að Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hugsi Grealish á hægri kantinum ef hann kemur til félagsins.

Ástæðan er sú að Bruno Fernandes hefur verið frábær fremst á mðijunni og Marcus Rashford öflugur á vinstri kantinum.

Grealish hefur einungis leikið tólf meistaraflokksleiki á hægri kanti en flestir af þeim leikjum voru þegar hann var á láni hjá Notts County 2013/2014.

Spennandi verður að sjá hvað Manchester United gerir á leikmannamarkaðinum í sumar en auk Grealish hafa Jadon Sancho kantmaður Dortmund og Harry Kane framherji Tottenham verið orðaðir við félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner