Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 24. apríl 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hibernian setur NHS framan á treyjur fyrir næstu leiktíð
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Skoska knattspyrnufélagið Hibernian mun ekki vera með styrktaraðila framan á treyjum sínum á næstu leiktíð. Þess í stað verða þakkarskilaboð til breska heilbrigðiskerfisins, NHS.

Framan á nýjum treyjum félagsins mun standa 'Thank You NHS' og verða þær tilbúnar fyrir almenning í júní.

„Félagið vill þakka heilbrigðisstarfsfólki fyrir þrotlausa vinnu undanfarnar vikur útaf kórónuveirunni. Félagið er búið að ræða við NHS og getur staðfest samstarf með NHS Lothian út næstu leiktíð," segir meðal annars í yfirlýsingu frá félaginu.

„Við munum einnig starfa með ýmsum samfélagshópum til að hjálpa þeim sem þurfa og reyna að halda fólki virku og uppteknu. Fyrsti heimaleikurinn okkar á næstu leiktíð verður 'Takk NHS dagurinn' og við munum bjóða hundruðum heilbrigðisstarfsmanna á leikinn."

Skoska tímabilið verður blásið af og staðan látin standa í núverandi mynd eftir að félög komust að samkomulagi. Hibernian endar í sjötta sæti efstu deildar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner