Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fös 24. apríl 2020 11:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Hver er besti bílavöllur landsins?
Stuðningsmenn gætu mögulega horft á leiki úr bíl í byrjun sumars.
Stuðningsmenn gætu mögulega horft á leiki úr bíl í byrjun sumars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Möguleiki er á að keppni á Íslandsmótinu í sumar hefjist fyrir luktum dyrum eða með takmarkaðan fjölda áhorfenda vegna kórónaveirunnar.

Í útvarpsþætti Fótbolta.net í gær var rætt um það hvaða vellir á Íslandi eru bestir þegar kemur að því að horfa á leiki úr bílum, en einhverjir gætu nýtt sér það ráð ef að lokað verður fyrir aðgang áhorenda í stúkunni.

„Ég ætla að segja Skaginn númer 1, Blikar 2 og Fjölnir 3," sagði Tómas Þór Þórðarson í þættinum en hann skoraði á félög að selja bílastæði á völlunum ef áhorfendur mega ekki koma.

Í 1. deildinni var samdóma álit að besti bílavöllurinn væri í Vestmannaeyjum en einnig var rætt um Ólafsvík og Grenivík.

Í neðri deildum var meðal annars rætt um Blönduós, Eskifjörð og fleiri staði eins og heyra má í þættinum hér að neðan (eftir 24:45).

Eftir þáttinn komu síðan fram fleiri hugmyndir á Twitter.


Sumargleði útvarpsþáttarins - Boltahringborð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner