Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. apríl 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Hvernig getur Liverpool bætt liðið?
Timo Werner hefur verið orðaður við Liverpool.
Timo Werner hefur verið orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Liverpool var með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar hlé var gert á keppni þar á dögunum.

Sky Sports fékk sérfræðinga sína Jamie Carragher og Graeme Souness til að skoða hvað Liverpool getur gert á leikmannamarkaðinum í sumar til að bæta liðið ennþá meira.

Báðir nefndu þeir til sögunnar leikmann í fremstu víglínu og töluðu um Timo Werner, framherja RB Leipzig í því samhengi en hann hefur verið sterklega orðaður við Liverpool undanfarið.

„Ég held að þeir þurfi mann frammi og þess vegna eiga þeir eftir að reyna að fá Timo Werner," sagði Souness.

„Þeir þurfa einhvern varamann fyrir Andrew Robertson og einhvern sem þrýstir á framherjana þrjá. Þeir þurfa að eyða háum fjárhæðum til að vera áfram á undan öðrum liðum," sagði Carragher.

Sama spurning var einnig borin upp í útvarsþætti Fótbolta.net í gær en hlusta má á þáttinn hér að neðan.
Sumargleði útvarpsþáttarins - Boltahringborð
Athugasemdir
banner
banner
banner