Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 24. apríl 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Morata: Hef því miður klæðst öðrum treyjum
Morata kom inn af bekknum og tryggði Atletico Madrid sigur á Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í mars.
Morata kom inn af bekknum og tryggði Atletico Madrid sigur á Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í mars.
Mynd: Getty Images
Spænski sóknarmaðurinn Alvaro Morata er á láni hjá Atletico Madrid þar sem hann hefur skorað 18 mörk í 49 leikjum á rúmu ári.

Hann spilaði fyrir unglingalið Atletico þegar hann var þrettán til fimmtán ára, skipti svo til Getafe áður en hann hélt til Real Madrid.

Hjá Real gerði hann fína hluti og var seldur til Juventus fyrir 20 milljónir evra. Real Madrid nýtti kaupmöguleika til að kaupa Morata til baka tveimur árum síðar fyrir 30 milljónir. Ári síðar borgaði Chelsea um 70 milljónir fyrir sóknarmanninn sem átti erfitt uppdráttar.

Morata hefur unnið sér það helst til frægðar að leika fórnarlambshlutverk og er duglegur við að skjóta á sín fyrrum félög í viðtölum. Honum tókst að skjóta á öll sín fyrrverandi félög samtímis í símtali við ítalska tenniskappann Fabio Fognini.

„Því miður þurfti ég að klæðast treyjum annarra félaga en ég hef alltaf tilheyrt Atleti. Ég hef lært mikið á vegferð minni en hef aldrei verið jafn hamingjusamur og nú."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner