fös 24. apríl 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Roy Keane segir leikmönnum að samþykkja ekki launalækkun
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, hefur sagt leikmönnum hjá stærstu félögunum í ensku úrvalsdeildinni að samþykkja ekki launalækkanir vegna kórónaveirunnar.

Keane segir að leikmenn eigi að halda launum sínum og svo sé það undir þeim komið hvort þeir vilji leggja til fé til góðgerðarmála.

„Það er pressa hjá leikmönnum hjá stóru félögunum, félögum með ríka eigendur, um að taka á sig launalækkun. Eins og ég horfi á þetta núna, sérstaklega eftir að ég fór frá Manchester United, þá myndi ég ekki taka á mig launalækkun ef ég væri hjá einu af stóru félögunum," sagði Keane.

„Ég veit að það er pressa á leikmönnum en það kemur engum við hvað þú gerir við launin þín. Þú tekur launin þín, og ef þú vilt vera gjafmildur þá getur þú gert það. Ég held að leikmenn eigi ekki að láta pressa á sig að taka launalækkun, sérstaklega ekki hjá stóru félögunum."

„Þeir hafa skrifað undir samninga og samningurinn þinn er persónulegt málefni. Sú hugmynd að allir leikmenn eigi að taka á sig launalækkun eða gera hitt eða þetta, það er kjaftæði. Þetta veltur á einstaklingnum."

„Ef þeir vilja setja byssurnar út og fá full laun þegar þú ert með milljarðamæring sem eiganda, gerðu það þá. Ekki beygja þig undir einhverja pressu frá fjölmiðlum sem skrifa lyga um ákveðna leikmenn."

Athugasemdir
banner
banner
banner