fös 24. apríl 2020 15:09
Magnús Már Einarsson
Scott Ramsey kynnti Íslandsmeistaranum fyrir pílu
Matthías Örn Friðriksson.
Matthías Örn Friðriksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Matthías Örn Friðriksson, fyrrum leikmaður Grindavíkur, hefur gert frábæra hluti í pílukasti undanfarin ár en hann er í dag Íslandsmeistari í greininni.

Matthías kom til Grindavíkur frá Þórs árið 2010 og kynntist þá pílukastinu í gegnum fyrrum lðisfélaga sinn.

„Scott Ramsey kynnti mig fyrir pílunni þegar ég kom fyrst til Grindavíkur 2010. Ég byrjaði ekki að kasta af neinu viti fyrr en 2012. Ég kastaði bara með boltanum sem var í fyrsta sæti,“ sagði Matthías í viðtali við Vísi í dag.

Matthías spilaði með Grindavík í Pepsi-deildinni 2018 en eftir það fór fótboltinn til hliðar og þá gafst meiri tími í pílukastið.

„Við konan mín eignuðust okkar fyrsta barn sem við misstum fimm daga gamalt í janúar 2018. Það hafði gríðarlega mikil á mann. Maður fór að hugsa hlutina allt öðruvísi og hvað skiptir máli,“ sagði Matthías við Vísi en hann og kona hans eignuðust annað barn í apríl í fyrra.

„Svo fékk ég höfuðhögg í leik og var svolítið lengi að jafna mig á því. Og ég er ekki enn hundrað prósent laus við það. Svo var maður orðinn 31-32 ára og ég ákvað að þetta væri bara komið nóg."

Hér má lesa viðtalið í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner