Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. apríl 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Terry vildi fara beint úr deildarkeppni á stórmót
Mynd: Getty Images
John Terry, fyrrum varnarmaður enska landsliðsins, segist hafa óskað eftir því við enska knattspyrnusambandið á landsliðsferli sínum að hafa deildarkeppnina á Englandi lengra fram á sumar þegar stórmót voru á dagskrá hjá enska landsliðinu.

Terry var ósáttur við að nokkrar vikur væru á milli þess að deildarkeppnin kláraðist þangað til fyrsti leikur var á stórmóti en hann taldi sig detta úr leikæfingu á þessum vikum.

„Þú kláraðir tímabilið í toppformi og þínu besta ásigkomulagi en síðan voru tvær eða þrjár vikur í frí fyrir mótið. Það skiptir ekki máli hversu mikið þú hleypur eða hversu mikið þú vinnur í forminu, þegar þú kemur til baka þá ertu langt á eftir í leikformi," sagði Terry.

„Þegar ég var fyrirliði enska landsliðsins sagði ég við enska knattspyrnusambandið að það ætti að fresta tímabilinu og teygja það aðeins lengra. Þá myndir þú klára tímabilið og fimm dögum síðar mæta í fyrsta leik í riðli á stórmóti."

„Ég vildi fresta tímabilinu aðeins, það hefði hjálpað okkur meira, en enginn hlustaði!"

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner