Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. apríl 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
UEFA gefur grænt ljós á að klára deildakeppnir með umspili
Mynd: Getty Images
Efstu deildir í fótbolta munu vonandi fara aftur í gang á næstu mánuðum en ljóst er að það verður ansi erfitt að ljúka deildartímabilinu í mörgum löndum.

UEFA hefur því gefið grænt ljós á að einstaka deildakeppnir verði kláraðar með öðru kerfi, eins og til dæmis umspilskerfi, til að flýta fyrir tímabilinu.

„Vegna mikillar tímaþröngvar væri betra ef þær deildakeppnir sem þurfa myndu fara fram með öðru sniði en vanalega til að flýta fyrir enda tímabilsins," sagði talsmaður UEFA samkvæmt Sky Sports.

UEFA vill forðast að fleiri deildir geri eins og í Hollandi, Belgíu og Skotlandi þar sem ákveðið var að slútta deildartímabilinu án þess að klára allar umferðir.

Samkvæmt frétt Sky hefur UEFA hefur sett deildakeppnir í forgang yfir Evrópukeppnir. Vonast er til að öllum deildakeppnum verði lokið áður en Evrópukeppnir fara aftur af stað í ágúst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner