Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. apríl 2020 11:41
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
UEFA opnar leið fyrir ensku úrvalsdeildina ef henni verður aflýst
Munu úrslit ensku úrvalsdeildarinnar ráðast á meðalfjölda stiga?
Munu úrslit ensku úrvalsdeildarinnar ráðast á meðalfjölda stiga?
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net
UEFA gaf það út í gær að meðalstig á leik myndi ákveða hvaða lið færu í Evrópukeppni í þeim deildum sem er aflýst vegna heimsfaraldursins.

Þetta opnar leið fyrir ensku úrvalsdeildina að ákveða lokastöðuna hjá sér ef ómögulegt reynist að klára tímabilið.

„Fyrst að UEFA hefur sett þessa reglu varðandi Evrópusæti, gætum við ekki séð ensku úrvalsdeildina nota þetta ef deildinni verður aflýst? Krýna Liverpool meistara samkvæmt þessu og Norwich, Aston Villa og Bournemouth falla. Ég gæti séð ensku deildina taka sama pól í hæðina," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

„Þarna standa allir jafnfætis. Þetta er bara meðalfjöldi stiga og er heiðarlegasta leiðin," sagði Tómas Þór Þórðarson sem telur þetta vera sanngjörnustu leiðina ef deildinni yrði aflýst.

Ef ensku úrvalsdeildinni verður aflýst munu Liverpool, Manchester City, Leicester og Chelsea þá fara í Meistaradeildina samkvæmt þessari reglu. Öll eru þau þegar í topp fjórum.

Manchester United og Sheffield United fá þá bein sæti inn í Evrópudeildina.

Sheffield United er fyrir aftan Wolverhampton Wanderers á markatölu en Úlfarnir eru búnir að leika leik meira og Sheffield því með fleiri stig að meðaltali í leik.

Ef tímabilinu er aflýst fer Wolves í forkeppni Evrópudeildarinnar en Lundúnaliðin Arsenal og Tottenham missa af Evrópusæti.

Ef þessi regla verður notuð til að ákveða úrslit deildarinnar þá mun Liverpool fá titilinn en Norwich City, Aston Villa og Bournemouth falla. Liðin sem þegar eru í fallsæti.

En ef Evrópubann Manchester City mun standa þá myndi Manchester United fara upp í Meistaradeildarsæti, Wolves og Sheffield United beint í Evrópudeildina og Arsenal í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Sumargleði útvarpsþáttarins - Boltahringborð
Athugasemdir
banner
banner
banner