Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 24. apríl 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Yfir 90% Íslendinga fylgdust með HM - Fundu fyrir aukinni vellíðan
Hressir Íslendingar í stúkunni á HM í Rússlandi.
Hressir Íslendingar í stúkunni á HM í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Halldórsson
Viðar Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í nýrri rannsókn Viðars Halldórssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands, sem hann byggði á könnun meðal tæplega 1.000 Íslendinga, kemur fram að mikill áhugi var hér á landi fyrir HM í knattspyrnu sumarið 2018 og hafði keppnin jákvæð áhrif á líðan einstaklinga og þjóðarandann.

Yfir 90% landsmanna fylgdust eitthvað með leikjum Íslands á mótinu, þar af fylgdust yfir 70% landsmanna mikið með leikjum liðsins.

Jafnframt kemur fram að 2,3% þjóðarinnar gerðu sér ferð á leiki liðsins í Rússlandi. Það eru þó færri en fóru og fylgdust með leikjum liðsins á EM í Frakkland árið 2016 þar sem 6,3% landmanna fóru á leik. Tæplega 2% landsmanna fóru svo á leik á EM kvenna árið 2017.

Það sem sérstaka athygli vekur er að hegðun og líðan landsmanna var með besta móti á meðan á mótinu fór fram. Um 70% Íslendinga fylltust þjóðarstolti, og um 60% fannst þeim betur tilheyra þjóðinni á meðan mótið fór fram frekar en vanalega. Í kringum 40% Íslendinga fannst þeir finna aukna vellíðan, sem og að lífið værir betra á meðan á mótinu stóð heldur en að öllu jöfnu.

Íslendingar fundu ekki einungis fyrir jákvæðum áhrifum keppninnar á eigin skinni heldur fundu þeir einnig fyrir betra viðmóti annarra á meðan á keppninni stóð. Þannig fannst þremur af hverjum fjórum svarendum könnunarinnar (75%) Íslendingar almennt vera glaðlegri á meðan á keppninni stóð, um 65% fannst Íslendingar sýna meiri samkennd, um 55% fannst Íslendingar vera vinalegri og um þriðjungi svarenda fannst Íslendingar almennt vera hjálpsamari á meðan á mótinu stóð en að öllu jöfnu.

Niðurstöður Viðars benda þó einnig til að Íslendingar hafi fyllst of miklum þjóðernisrembingi á meðan á mótinu stóð þar sem um 56% voru þeirrar skoðunar.

Með öðrum orðum þá virðist þátttaka karlalandsliðsins á HM hafi aukið vellíðan Íslendinga og gert það að verkum að þeir sýndu sínar bestu hliðar í samskiptum við aðra. Niðurstöðurnar sýna þannig hvernig íþróttir geta haft jákvæð og uppbyggileg áhrif fyrir einstaklinga og þjóðarandann. Fótbolti er þannig meira en bara leikur.

Rannsóknin: National sport success and the emergent social atmosphere: The case of Iceland, birtist í alþjóðlega fræðitímarititinu International Review for the Sociology of Sport og hana má sjá hér:
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner