Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 24. maí 2019 23:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
2. deild karla: Fyrsti sigur Dalvíkur/Reynis kom gegn Tindastóli
Mynd frá leik Dalvíkur/Reynis og KV í fyrra
Mynd frá leik Dalvíkur/Reynis og KV í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Tindastóll 1-2 Dalvík/Reynir
Rautt Spjald: Alvaro Cejudo Igualada, Tindastóll('30)
0-1 Joan "Gianni" De Lorenzo Jimenez ('66)
1-1 Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson, víti ('68)
1-2 Jóhann Örn Sigurjónsson ('88)

Einn leikur fór fram í 4. umferð í 2. deild karla í kvöld. Leikið var á Sauðárkróksvelli og tóku heimamenn í Tindastóli á móti Dalvík/Reyni.

Staðan var markalaus í hálfleik en Alvaro fékk rautt spjald hjá Tindastóli eftir hálftíma leik.

Í seinni hálfleik komu mörkin. Dalvíkingar nýttu sér liðsmuninn og komust yfir á 66. mínútu þegar Gianni skoraði.

Skömmu seinna jöfnuðu heimamenn úr vítaspyrnu og þar var á ferðinni Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson.

Þegar tvær mínútu lifðu leiks skoraði Jóhann Örn Sigurjónsson sigurmark Dalvíkinga og tryggði þeim sinn fyrsta sigur á leiktíðinni.

Tindastóll hefur núll stig og situr á botni deildarinnar eftir fjórar umferðir. Dalvík/Reynir er nú komið með fimm stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner