Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. maí 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dean Smith smeykur um ástandið á Wembley
Mynd: Getty Images
Dean Smith, knattspyrnustjóri Aston Villa, er ekki ánægður með leikjafyrirkomulagið á Wembley yfir helgina.

Keppt er til úrslita í umspili neðri deilda enska boltans og á Aston Villa úrslitaleik við Derby County á mánudaginn um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Þá verða næstum tvær vikur liðnar frá undanúrslitaleikjum umspilsins.

„Þetta er löng bið á milli leikja, sérstaklega ef þú lítur á hversu mikilvægur leikur þetta er. Ég skil ekki hvers vegna við erum þriðji leikurinn á Wembley yfir helgina," sagði Smith.

„Við spilum stærsta leikinn og mér finnst eins og við ættum að fá fyrsta leik. Hver veit hvernig ástandið verður á vellinum?"

Talið er að sigurvegari úrslitaleiksins græði um 170 milljónir punda á því að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner