Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. maí 2019 20:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frakkland: Dijon sigraði og komst í fallumspilið
Rúnar Alex í leik með Dijon í vetur.
Rúnar Alex í leik með Dijon í vetur.
Mynd: Getty Images
Dijon tók í kvöld á móti Toulouse í lokaleik frönsku Ligue 1.

Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Dijon í leiknum líkt og í átta síðustu deildarleikjum.

Það var ljóst fyrir leikinn að Dijon gæti í besta fallið endað í þriðja neðsti sæti deildarinnar og þar með í umspilssæti um hvort liðið falli niður í næst efstu deild eða ekki.

Toulouse komst yfir í leiknum en liðsfélagar Rúnars náðu að snúa taflinu sér í vil með tveimur mörkum á fjögurra mínútna kafla eftir um stundarfjórðungsleik í seinni hálfleik.

Dijon þurfti einnig að treysta á að Caen myndi tapa leik sínum gegn Bordeaux. Bordeaux komst yfir á nítjándu mínútu og staðan var mjög vænleg fyrir Dijon eftir að liðið komst yfir gegn Toulouse.

Engum tókst að bæta við marki í leikjunum tveimur og því ljóst að Dijon fer í fallumspilið. Lens verður mótherji Dijon í umspilinu. Lens endaði í fimmta sæti frönsku 2. deildarinnar í vetur.

Þá skoraði Kylian Mbappe eina mark PSG í 3-1 tapi liðsins gegn Reims. Markið þýðir að PSG skoraði í öllum deildarleikjum sínum á leiktíðinni en það hefur aldrei verið gert áður.

Caen 0-1 Bordeaux

Dijon 2-1 Toulouse

Reims 3-1 PSG
Athugasemdir
banner
banner
banner