Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 24. maí 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sanllehi: Að halda Ramsey hefði skapað ójafnvægi
Mynd: Getty Images
Raul Sanllehi, yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, viðurkennir að félagið hafi gert mistök í samningsmálum Aaron Ramsey. Hann gengur í raðir Ítalíumeistara Juventus í sumar á frjálsri sölu.

Ramsey er 28 ára og segir Sanllehi að Arsenal hefði þurft að eyðileggja launakerfið sitt til að bjóða Ramsey nógu góðan samning.

„Við þurftum að verja hagsmuni Arsenal, nýr samningur hefði skapað mikið ójafnvægi innan félagsins," sagði Sanllehi.

„Við verðum samt að komast hjá því að missa svona hágæðaleikmenn frítt frá okkur."

Sanllehi var að lokum spurður út í stærð félagsins og hvort það geti fundið jafn gæðamikinn leikmann og Ramsey til að fylla í skarðið.

„Auðvitað er óþægilegt að hafa ekki verið í Meistaradeildinni í tvö ár og vita ekki hvort við verðum þar á næsta ári. En við erum sem betur fer stórt félag og getum laðað leikmenn að án þess að vera í Meistaradeildinni. Við erum með spennandi framtíðarplan innan félagsins."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner