Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 24. maí 2019 22:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrjú úrvalsdeildarfélög ásamt Napoli berjast um Clyne
Clyne í leik með Bournemouth í janúar.
Clyne í leik með Bournemouth í janúar.
Mynd: Getty Images
Nathaniel Clyne, hægri bakvörður Liverpool, er á förum frá félaginu í sumar. Clyne fór að láni frá Liverpool til Bournemouth í janúar og spilaði fimmtán leiki fyrir Bournemouth.

Crystal Palace, West Ham, Bournemouth og Napoli eru öll sögð hafa áhuga á því að kaupa Clyne frá Liverpool. Liverpool er sagt vilja fá um fimmtán milljónir punda fyrir leikmanninn.

Bæði Palace og West Ham höfðu áhuga á því að fá Clyne að láni í janúar en Clyne endaði hjá Eddie Howe og hans mönnum í Bournemouth.

Napoli er einnig sagt hafa mikinn áhuga á Kieran Trippier, hægri bakverði Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner