Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. maí 2022 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
„Ég hef lent í Lenny áður og hann hefur aldrei farið framhjá mér"
Sindri gegn Steven Lennon á sunnudag.
Sindri gegn Steven Lennon á sunnudag.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Varið gegn Baldri Loga.
Varið gegn Baldri Loga.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sindri Kristinn Ólafsson átti góðan leik í mark Keflavíkur þegar liðið vann gegn FH á sunnudag. Leikurinn endaði 2-1 og setti Sverrir Örn Einarsson, fréttaritari Fótbolta.net á leiknum, Sindra sjálfan sem 'Atvik' leiksins.

„Verð að gefa Sindra atvik leiksins en í tvígang í seinni hálfleik varði hann vel einn á móti einum og kom í veg fyrir að FH myndi jafna," skrifaði Sverrir. Í fyrra skiptið gerði hann mjög vel gegn Steven Lennon og í því seinna lokaði hann á Baldur Loga Guðlaugsson.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 FH

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, kom inn á Sindra í viðtali eftir leikinn.

„Auðvitað fékkk FH líka sín færi í leiknum og Sindri Kristinn hélt okkur vel inni í þeim færum," sagði Siggi Raggi við Fótbolta.net. Í viðtali við Vísi var hann sérstaklega spurður út í Sindra.

„Mér fannst Sindri eiga frábæran dag. Hann tók þessa bolta hrikalega vel, ég var líka ánægður með hann í fyrirgjöfunum og að koma út í háu boltana. Það er gott að vera með markmann sem er sterkur í loftinu. Hann beið vel í þessum færum, lokaði markinu og gerði árás á boltann. Þegar hann er að spila svona vel líka þá gefur það liðinu aukið sjálfstraust," sagði Siggi Raggi við Vísi.

Sindri ræddi sjálfur við Vísi eftir leik og var spurður út í eigin frammistöðu.

„Maður þarf að huga að mörgu. Maður þarf að gera sig stóran og síðan eru leikmenn orðnir það góðir að þeir fara bara framhjá manni. Ég hef lent í Lenny áður og hann hefur aldrei farið framhjá mér. Hitt var bara að henda sér fyrir þetta. Mig langar ekki að segja að ég hafi verið heppinn en þeir fóru ekki framhjá mér eins og þeir hefðu getað gert. Það er gaman að geta hjálpað liðinu," sagði Sindri við Smára Jökul Jónsson á Vísi.
Athugasemdir
banner
banner
banner