banner
   sun 24. júní 2018 13:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM: England valtaði yfir slakt lið Panama
England er komið áfram.
England er komið áfram.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
England 6 - 1 Panama
1-0 John Stones ('8 )
2-0 Harry Kane ('22 , víti)
3-0 Jesse Lingard ('36 )
4-0 John Stones ('40 )
5-0 Harry Kane ('45 , víti)
6-0 Harry Kane ('62 )
6-1 Felipe Baloy ('78 )

England valtaði yfir Panama þegar liðin mættust í miklum hita í Nizhniy Novgorod á HM í hádeginu.

Ensk veisla í fyrri hálfleik
Englendingar léku á als oddi í fyrri hálfleiknum. Varnarmaðurinn John Stones skoraði fyrsta markið á áttundu mínútu. Harry Kane bætti við öðru marki Englendinga á 22. mínútu á vítaspyrnu eftir að brotið var á Jesse Lingard innan teigs. Lingard var sjálfur á ferðinni nokkrum mínútum síðar er hann skoraði frábært mark.

Staðan 3-0 en fyrri hálfleiknum var ekki lokið þarna því England bætti við tveimur mörkum fyrir hlé. Í fjórða markinu var Stones aftur á ferðinni eftir frábærlega útfærða aukaspyrnu og áður en fyrri hálfleiknum lauk skoraði Kane aftur úr vítaspyrnu, í þetta skiptið úr spyrnu sem hann fiskaði sjálfur.

Sjá einnig:
Í fyrsta sinn sem England skorar fimm í einum leik á HM...
Myndband: Kýldi Kane í hnakkann en tuðaði yfir dómnum

Seinni hálfleikurinn ekki frábær
Það var svo sannarlega ensk veisla í fyrri hálfleik, "Three Lions (Football's Coming Home)" spilað eftir hvert mark og mikið fjör. Seinni hálfleikurinn var ekki eins góður, Englendingar spöruðu orkuna fyrir lokaleikinn við Belgíu í riðlinum.



England náði þó inn sjötta markinu þegar Kane fullkomnaði þrennuna með eiginlegu heppnismarki. Kane var tekinn af velli eftir markið, hann er orðinn markahæsti maður mótsins með fimm mörk.

Á 78. mínútu minnkaði Felipe Baloy muninn með fyrsta marki Panama á HM. Mikill fögnuður braust í stúkunni en því miður fyrir Panama endaði leikurinn 6-1.

Hvað þýða þessi úrslit?
Panama er úr leik en England er komið áfram í 16-liða úrslit. England og Belgía mætast í úrslitaleik um 1. sætið í riðlinum í lokaumferðinni en Panama mætir Túnis.



Athugasemdir
banner
banner
banner