Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 24. júní 2018 16:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM: Markverðirnir senuþjófar í jafntefli Japan og Senegal
Mynd: Getty Images
Japan 2 - 2 Senegal
0-1 Sadio Mane ('11 )
1-1 Takashi Inui ('34 )
1-2 Moussa Wague ('71 )
2-2 Keisuke Honda ('78 )

Japan og Senegal mættust í öðrum leik dagsins á HM, fyrri leik dagsins í H-riðlinum.

Bæði þessi lið unnu sína fyrstu leiki í mótinu og það var sæti í 16-liða úrslitum í húfi fyrir sigurliðið í dag.

Senegal náði ekki að halda forystunni
Sadio Mane, leikmaður Liverpool, kom Senegal yfir á 11. mínútu leiksins en smá heppnisstimpill var á marki hans og verður markið að einhverju leyti að skrást á Kawashima í marki Japana. Forysta Senegal entist hins vegar ekki mjög lengi því Takashi Inui jafnaði á 34. mínútu með góðu skoti. Staðan 1-1 í hálfleik.

Japan var með stjórn á leiknum og var að spila vel en gegn gangi leiksins komst Senegal aftur yfir á 71. mínútu. Því miður fyrir Senegal, þá náðu þeir ekki að stela sigrinum vegna þess að varamaðurinn Keisuke Honda jafnaði fyrir Japan á 78. mínútu eftir skelfileg mistök markvarðar

Mark Honda var það síðasta í leiknum og lokatölur 1-1, eitt stig á báða bóga.

Hvað þýða þessi úrslit?
Bæði lið eru með fjögur stig eftir tvo leiki og í fínum málum. Pólland og Kólumbía mætast á eftir. Ef annað lið vinnur þann leik mun það spila hreinan úrslitaleik við annað hvort Senegal eða Japan um sæti í 16-liða úrslitunum.



Athugasemdir
banner
banner