sun 24. júní 2018 13:39
Elvar Geir Magnússon
Strákarnir okkar á leið í loftið - Flogið til Rostov-on-Don
Icelandair
Fjölmiðlamenn sem fljúga með liðinu í dag ganga um borð í vélina.
Fjölmiðlamenn sem fljúga með liðinu í dag ganga um borð í vélina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar þessi orð eru skrifuð er íslenska landsliðið að stíga um borð í flugvél og fljúga frá bækistöðvum sínum í Gelendzhik og yfir til Rostov-on-Don í suðurhluta Rússlands.

Þar mun Ísland leika mikilvægan leik gegn Króatíu á þriðjudaginn.

Sverrir Ingi Ingason, Ragnar Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson þekkja borgina afar vel enda búa þeir þar og leika með Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni.

Leikurinn mun fara fram á glænýjum leikvangi sem verður svo heimavöllur Rostov eftir mótið.

Flugið yfir til Rostov tekur um klukkutíma en á morgun mun íslenska liðið æfa á keppnisvellinum og Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sitja fyrir svörum á fréttamannafundi.
Athugasemdir
banner
banner
banner