Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 24. júní 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áfall fyrir Þór - Montejo frá næstu vikurnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spænski framherjinn Alvaro Montejo fór meiddur af velli þegar Þór gerði markalaust jafntefli gegn Keflavík í Inkasso-deild karla um helgina.

Montejo er gríðarlega mikilvægur fyrir Þórsliðið. Hann er kominn með sjö mörk í átta deildarleikjum í sumar og í fyrra gerði hann 16 mörk í 21 leik.

Þess má geta að Þór hefur skorað 15 deildarmörk í sumar og Montejo því kominn með 46% af mörkum liðsins.

„Alvaro meiddist aftan í læri og hann verður frá í 3-4 vikur," sagði Gregg Ryder, þjálfari Þórs, eftir leikinn í gær, en Sveinn Elías Jónsson fór líka meiddur af velli í gær.

Þórsarar eru á toppnum í Inkasso-deildinni með 16 stig. Það verður fróðlegt að sjá hvernig liðinu gengur án Alvaro í næstu leikjum. Næsti leikur Þórs er toppslagur gegn Fjölni næstkomandi laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner