Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 24. júní 2019 19:14
Brynjar Ingi Erluson
Aron Kristófer á leið í ÍA
Aron Kristófer í baráttunni með Þórsurum
Aron Kristófer í baráttunni með Þórsurum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Kristófer Lárusson, leikmaður Þórs í Inkasso-deildinni, er á leið til ÍA en sparkspekingurinn Hjörvar Hafliðason greinir frá þessu á Twitter.

Aron Kristófer er fæddur árið 1998 en hann er uppalinn í Þór. Hann á að baki 44 leiki og 6 mörk í Inkasso-deildinni auk þess að eiga 18 leiki að baki með Völsungi í 2. deild.

Hann er nú á leið til ÍA á Akranesi og mun taka slaginn með liðinu í seinni hlutanum í Pepsi-deildinni. Aron er afar öflugur varnarmaður og kemur til með að styrkja hóp Skagamanna.

Hjörvar Hafliðason greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag og segir kaupverðið vera undir milljón.

Aron gengur til liðs við ÍA 1. júlí er glugginn opnar. ÍA spilar gegn Víkingi R. þann dag og ætti hann að vera klár í þann leik.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner