Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. júní 2019 11:15
Arnar Daði Arnarsson
Hófið - Fimm úr Fylki í EKKI-liðinu
Fyrirliði Vals hafði ástæðu til að fagna í gær.
Fyrirliði Vals hafði ástæðu til að fagna í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Endurkomuleikur Skúla Jóns.
Endurkomuleikur Skúla Jóns.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Tíunda umferðin í Pepsi Max-deild karla lauk í gærkvöldi.

Fótbolti.net heldur uppteknum hætti og gerir upp hverja umferð með því að halda sérstakt lokahóf eftir hverja umferð! Lokahófið er á léttu nótunum en við erum alltaf tilbúin að taka við kvörtunum í gegnum tölvupóst!

Leikur umferðarinnar: Stórleikur umferðarinnar fór fram á Kaplakrikavelli þar sem FH og KR áttust við. KR-ingar endurheimtu toppsætið með 2-1 sigri liðsins í Hafnarfirðinum þar sem liðið komst í 2-0 um miðbik seinni hálfleiks.

EKKI lið umferðarinnar:


Fyrirliði EKKI liðsins: Dide Fofana leikmaður Víkings. „Fofana vill líklega gleyma þessum leik fljótt. Hann gerði engum greiða með því að vera inn á vellinum því miður. Virkaði mjög óöruggur í öllu því sem hann gerði, sendingar rötuðu illa á samherja og vann lítið sem ekkert af návígum. Hann var svo tekinn út af í hálfleik," skrifaði Ester Ósk í Skýrslunni um leikinn.

Þögn umferðarinnar: Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals vildi alls ekki svara endurtekinni spurningu varðandi Birni Snæ Ingason í viðtali eftir leik. Hann þagði bara þangað til að spurningin var þríendurtekin, þá loks ákvað hann að svara spurningunni. Hægt er að sjá viðtalið hér.

Agaleysi umferðarinnar: Agaleysi Þórðar Þorsteins Þórðarsonar leikmanns ÍA í blálokin þegar hann fékk tvö spjöld á innan við mínútu. Hann hefur fengið fá tækifæri í byrjunarliði ÍA í sumar en fékk nú tækifæri. Þetta kostar hann leikbann í næstu umferð.

Kæling umferðarinnar: Birnir Snær Ingason var ekki í leikmannahópi Vals í 1-0 sigri liðsins gegn Grindavík. Birnir Snær kom inná sem varamaður í síðustu umferð gegn KR en nokkrum dögum síðar kemst hann ekki í leikmannahópinn.

Endurkoma umferðarinnar: Skúli Jón Friðgeirsson leikmaður KR lék sínar fyrstu mínútur í Pepsi Max-deildinni í gærkvöldi þegar hann kom inná sem varamaður gegn FH. Skúli Jón hefur verið að jafna sig af höfuðmeiðslum síðustu mánuði. Í viðtali eftir leik talar Skúli Jón til að mynda um það að hann hafi haldið á tímabili að ferlinum væri lokið. Við fögnum því að Skúli Jón sé kominn aftur!

Ný stjarna fæðist
Valgeir Valgeirsson leikmaður HK var drjúgur í 2-0 sigri liðsins á ÍA uppá Skipaskaga um helgina. Valgeir er fæddur árið 2002 og lék hann tvo leiki með liðinu í Inkasso-deildinni í fyrra. Tækifæri hans í sumar hafa fjölgað töluvert og um helgina skoraði hann sitt fyrsta meistaraflokksmark.

Hrun umferðarinnar: Það varð hrun í Garðabænum í gær þegar Fylkisliðið hrundi í seinni hálfleik í 5-1 tapi liðsins gegn Stjörnunni. Staðan var jöfn 1-1 í hálfleik en þá settu Stjörnumenn í næsta gír og skoruðu fjögur mörk í seinni hálfleiknum. Þar af skoraði Hilmar Árni Halldórsson tvívegis á síðustu 10 mínútum leiksins. Eftir tvö sigurleiki í röð hjá Fylki fengu þeir heldur betur skell í Garðabænum.

Risar í vandræðum: Það er ekki annað hægt að segja en að bæði Valur og FH séu í vandræðum í Pepsi Max-deildinni en bæði eru þetta félög sem hafa unnið til Íslandsmeistaratitla á síðustu árum. FH-ingar eru aðeins með tvö stig úr síðustu fjórum leikjum og sitja í 7. sæti deildarinnar með 12 stig. Valsmenn eru í sæti neðar með 10 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner