Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. júní 2019 13:30
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 8. umferð: Stór og klunnalegur að sjá á velli
Marcao (Fram)
Marcao fékk Ripped kassa fyrir að vera leikmaður umferðarinnar.
Marcao fékk Ripped kassa fyrir að vera leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Aðsend
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marcus Vinicius Mendes Vieira, eða Marcao eins og hann er kallaður er leikmaður 8. umferðar í Inkasso-deild karla.

Hann stóð vaktina vel í vörn Fram í 1-0 sigri liðsins á Víkingi Ólafsvík í Ólafsvík. Við heyrðum í Jóni Sveinssyni, Nonna þjálfara Fram og spurðum hann aðeins út í Brasilíumanninn, Marcao.

„Marcao var virkilega öflugur í þessum leik. Hann er stór og sterkur í loftinu og síðan er hann fínn fótboltamaður. Þó að hann sé stór og klunnalegur að sjá á vellinum þá hefur hann virkilega gott touch á boltann og með fínar sendingar. Hann er rólegur á boltann og það hjálpar til," sagði Jón Sveinsson um Marcao sem gekk til liðs við Fram fyrir tímabilið í fyrra.

Hann sleit hinsvegar hásinn rétt fyrir mót og lék því ekkert með liðinu í Inkasso-deildinni í fyrra.

„Hann hefur ekki spilað fótbolta í töluverðan tíma þegar hann kom í vor. Hann kom frekar snemma og við náðum að vinna mikið í honum. Bæði í því að koma honum í form og síðan heldur hann áfram að bæta sig. Hann er hægt og bítandi að aðlagast aðstæðum. Hann hefur aldrei spilað á Íslandi áður, hann hefur verið að bæta sig."

Marcao er einn af þremur útlendingum í liði Fram, þar af einn af tveimur Brössum í liðinu.

„Þeir eru eitthvað að koma inn í knattspyrnuskólann og ætla sér að koma með smá brasilískt bragð á knattspyrnuskólann. Þetta eru virkilega góðir strákar, bæði innan og utan vallar. Þeir passa vel inn í hópinn og ekkert annað en stór og mikilvægur hluti af liðinu," sagði Nonni sem er greinilega ánægður með erlendu leikmennina sem hann er með í liðinu.

Nonni var jafnframt ánægður með sigurinn í Ólafsvík.

„Þetta var kærkominn sigur. Þetta var mikill baráttuleikur sem hefði getað farið á báða vegu. Þetta er sennilega sá leikur sem mesta pressan hefur verið á okkur í leik. Við höfum stjórnað leikjum töluvert betur en varnarlega vorum við mjög flottir."

Fram er í 5. sæti deildarinnar með 14 stig, tveimur stigum minna en Fjölnir og Þór sem eru í toppsætunum.

„Við höfum verið að spila vel og safnað stigum. Það er stefnan að halda því áfram. Við þorðum alveg að vona það að okkur myndi ganga vel en kannski er okkur að ganga betur en flestir spáðu. Deildin í heild sinni er virkilega jöfn og það eru allir að vinna alla. Þannig verður þetta fram að síðasta leik, grunar mér. Ég á ekki von á því að eitt eða tvö lið stingi af. Það verða mörg lið að bítast um sætin í Pepsi Max," sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 7. umferð: Gunnar Örvar Stefánsson (Magni)
Bestur í 6. umferð: Alvaro Montejo (Þór)
Bestur í 5. umferð: Nacho Heras (Leiknir R.)
Bestur í 4. umferð - Emir Dokara (Víkingur Ó.)
Bestur í 3. umferð - Axel Sigurðarson (Grótta)
Bestur í 2. umferð - Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
Bestur í 1. umferð - Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner