Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. júní 2019 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Borgarstjóri Mílanó ósáttur: Inter og Milan eiga ekki San Siro
Inter og AC Milan vilja nýjan leikvang
Inter og AC Milan vilja nýjan leikvang
Mynd: Getty Images
Beppe Sala, borgarstjóri Mílanó, segir að San Siro verður notaður áfram og alveg til ársins 2026 og er hann afar ósáttur við umræðuna um nýjan leikvang.

Inter og AC Milan hafa komist að samkomulagi að hefja framkvæmdir á nýjum leikvangi sem kemur til með að kosta í kringum 600 milljónir evra og yrði þá San Siro rifinn niður en málið er ekki svo einfalt.

San Siro er ekki í eigu félaganna heldur er hann í eigu borgarinnar og því er málið ekki alveg svo einfalt fyrir þessa fornfrægu klúbba.

„Borgin á San Siro. Ef Inter og MIlan ákveða að byggja nýjan leikvang þá sé ég þetta þannig að það tekur tíma að byggja hann og svo eigum við leikvanginn," sagði Beppe Sala.

„Það er tryggt að San Siro verður áfram opinn til 2026 eins og vanalega. Það er útrætt mál en eftir það þá munum við skoða framtíð hans. Það er hins vegar ákveðið að San Siro verður notaður á opnunarhátíð vetrarólympíuleikanna 2026," sagði hann í lokin.

Sala heldur í vonina um að Mílanó verði fyrir valinu er vetrarólympíuleikarnir fara fram. Aðeins tvær borgir koma til greina en niðurstaðan ætti að liggja fyrir á allra næstunni. Leikarnir fara fram í Mílanó eða Stokkhólmi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner