Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. júní 2019 22:11
Brynjar Ingi Erluson
Dramatík á HM - Flautaði leikinn af og notaði svo VAR
Dómari leiksins ákvað að notast við VAR eftir að hún flautaði leikinn af
Dómari leiksins ákvað að notast við VAR eftir að hún flautaði leikinn af
Mynd: Getty Images
Svíþjóð komst áfram í 8-liða úrslit HM kvenna í kvöld eftir 1-0 sigur á Kanada en það átti sér stað furðulegt atvik eftir að búið var að flauta leikinn af.

Stine Blackstenius skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu áður en Kanada fékk vítaspyrnu stuttu síðar þar sem VAR dómgæslan var notuð. Hedvig Lindahl varði spyrnuna en það var þó ekki hápunktur leiksins.

Undir lok leiks gerðist stórfurðulegt atvik. Dómari leiksins flautaði leikinn af og Svíar byrjuðu að fagna en ákváð svo að notast við VAR dómgæsluna.

Kanada var að herja á Svía og kom skot við teiginn sem virtist fara í höndina á leikmanni Svía. Eftir atvikið var leikurinn flautaður af, Svíar fögnuðu en svo ákvað dómarinn að líta aftur á atvikið. Niðurstaðan var þó að Kanada fékk ekki víti og Svíþjóð fer áfram.

VAR hefur ekki fengið góða dóma á HM og virðist þessi tækni hafa verið ein stór flækja á mótinu hingað til.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner