Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. júní 2019 14:00
Arnar Daði Arnarsson
Fyrrum leikmaður Grindavíkur skoraði á HM
Thaisa í leik með Grindavík sumarið 2017.
Thaisa í leik með Grindavík sumarið 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brasilía féll úr leik í 16-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins gegn gestgjöfum Frakklands í gær. Eftir að staðan hafi verið jöfn 1-1, eftir venjulegan leiktíma var það hin franska, Amadine Henry sem tryggði Frökku sigur með marki á 106. mínútu leiksins.

Mark Brasilíu í leiknum skoraði Thaisa de Moraes Rosa Moreno sem lék með Grindavík í Pepsi-deildinni sumarið 2017. Thaisa lék sjö leiki með Grindavík í Pepsi-deildinni þar sem hún skoraði eitt mark.

Thaisa kom til Grindavíkur ásamt Rilany Aguiar da Silva frá sænska félaginu, Tyresjö. Rilany lék eitt og hálft tímabil með Grindavík.

Thaisa gekk til liðs við Sky Blue í banda­rísku at­vinnu­manna­deild­inni árið 2018 frá Grinda­vík og lék átta leiki fyr­ir fé­lagið áður en hún samdi við sitt nú­ver­andi fé­lag, Mil­an, sem þá var ný­stofnað en liðið leik­ur í ít­ölsku B-deild­inni.
Athugasemdir
banner
banner
banner