Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 24. júní 2019 19:05
Brynjar Ingi Erluson
Gerrard tekur ekki við Derby - Ánægður í Skotlandi
Steven Gerrard er knattspyrnustjóri Rangers
Steven Gerrard er knattspyrnustjóri Rangers
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Rangers í Skotlandi, segist ekki vera að taka við Derby County í ensku B-deildinni.

Frank Lampard er knattspyrnustjóri Derby og gerði góða hluti með liðið en það tapaði í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni og er útlit fyrir að hann taki við Chelsea á næstu dögum.

Derby mun því hefja leit að nýjum knattspyrnustjóra á næstu dögum og hefur Steven Gerrard verið nefndur til sögunnar.

Hann náði góðum árangri með Rangers á tímabilinu er það hafnaði í 2. sæti deildarinnar.

Gerrard er þó ekki á leið til Derby en hann staðfesti það í viðtali í dag.

„Já, ég hef heyrt þessar sögur en það er ekkert til að ræða. Ég er mjög ánægður og það eru forréttindi að vera knattspyrnustjóri Rangers. Ég er að einbeita mér að undirbúning við næsta tímabil með liðinu," sagði Gerrard.
Athugasemdir
banner
banner
banner