Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. júní 2019 12:21
Arnar Daði Arnarsson
Harpa Þorteins spil­ar ekkert í sum­ar
Harpa Þorsteinsdóttir í bikarúrslitunum í fyrra.
Harpa Þorsteinsdóttir í bikarúrslitunum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markadrottningin, Harpa Þorsteinsdóttir sem meiddist illa í bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Breiðabliks í fyrra mun ekkert leika knattspyrnu á þessu tímabili.

Þetta kemur fram í viðtali við hana í Fréttablaðinu í morgun. Hún þurfti að gangast undir aðra aðgerð vegna rifins liðþófa og verður því ekki orðin leikfær á þessu tímabili. Hún segist stefna á að snúa aftur næsta sumar.

Harpa sleit krossband í bikarúrslitaleiknum í fyrra og reif einnig lifþófa á sama tíma.

„Það er mjög algengt að liðþófinn rifni við krossbandsslit og hann var saumaður saman í aðgerðinni. Svo þegar ég fór að auka álagið í vor við æfingar var ég farin að finna að það var ekki allt eins og það á að vera. Svo kemur þetta í ljós í vor og ég fór í speglun til að láta laga liðþófann sem tafði endurhæfinguna. Krossbandið lítur mjög vel út eftir aðgerðina en það þurfti að laga liðþófann á ný," sagði Harpa í viðtali við Fréttablaðið.

Harpa rann útaf samningi við Stjörnuna eftir tímabilið í fyrra og ákvað að framlengja ekki samning sinn við félagið síðasta haust. Hún er því samningslaus.

„Ég skrifaði ekki undir nýjan samning í haust til að gefa mér meira svigrúm. Ég hef verið að æfa upp á eigin spýtur og í raun í fríi frá öllu. Ég mun svo skoða hvað gerist þegar maður kemst aftur út á völl. Þetta er í fyrsta skiptið sem maður er ekki á fullu á tímabilinu og ég hef náð að eyða auknum tíma með fjölskyldunni sem er ágætis tilbreyting."

Hún segist alls ekki vilja hætta og stefnir á endurkomu í Pepsi Max-deildina næsta sumar.

„Það er erfitt þegar maður er búinn að eiga langan og nokkuð farsælan feril hérna heima að fara ekki út á mínum forsendum. Það drífur mig svolítið áfram. Það er erfitt að hugsa til þess að þessi meiðsli hafi verið endalokin," sagði markadrottningin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner