Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 24. júní 2019 18:08
Brynjar Ingi Erluson
HM kvenna: Bandaríkin í 8-liða úrslit eftir sigur á Spáni
Megan Rapinoe skoraði úr báðum spyrnunum
Megan Rapinoe skoraði úr báðum spyrnunum
Mynd: Getty Images
Spain W 1 - 2 USA W
0-1 Megan Rapinoe ('7 , víti)
1-1 Jennifer Hermoso ('9 )
1-2 Megan Rapinoe ('75 , víti)

Ríkjandi heimsmeistaralið Bandaríkjanna sigraði Spán, 2-1, í 16-liða úrslitum HM í Frakklandi í kvöld en leikurinn fór fram í Reims.

Bandaríska liðið fékk vítaspyrnu í byrjun leiks en þá braut Mapi Leon á Tobin Heath innan teigs. Megan Rapinoe, fyrirliði bandaríska liðsins, steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi.

Spænska liðið svaraði með marki aðeins tveimur mínútum síðar er liðið opnaði bandarísku vörnina. Jennifer Hermoso fékk boltann og lyfti honum yfir Alyssu Naeher í markinu.

Bandaríska liðið var mun meira með boltann í fyrri hálfleik en það reyndi þó mikið á vörnina.

Heimsmeistararnir fengu aðra vítaspyrnu er Rose Lavelle féll í teignum og þurfti að nýta VAR og ekki í fyrsta sinn á mótinu. Eftir að hafa skoðað atvikið var vítaspyrna dæmd og skoraði Rapinoe úr spyrnunni.

Hún er aðeins annar leikmaðurinn í sögu HM kvenna til þess að skora úr tveimur vítaspyrnum í sama leiknum.

Lokatölur 2-1 fyrir bandaríska liðinu og liðið komið í 8-liða úrslit en þar mætir liðið gestgjöfunum í Frakklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner