Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 24. júní 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM kvenna í dag - Tveir áhugaverðir leikir
Svíar mæta Kanada.
Svíar mæta Kanada.
Mynd: Getty Images
Í dag halda 16-liða úrslitin á Heimsmeistaramóti kvenna í Frakklandi áfram.

Spánn og Bandaríkin eigast við í fyrri leik dagsins. Sá leikur er sýndur í beinni á RÚV. Spánn endaði í öðru sæti riðils síns á meðan Bandaríkin unnu sinn riðil með markatöluna 18:0 í þremur leikjum.

Sá leikur hefst 16:00 en klukkan 19:00 mætast Svíþjóð og Kanada. Svíþjóð endaði í öðru sæti í riðli með Bandaríkjunum og Kanada endaði í öðru sæti í riðli með Hollandi.

Þess má geta að Svíþjóð verður með okkur Íslendingum í riðli í undankeppni EM 2021.

Leikir dagsins:
16:00 Spánn - Bandaríkin (RÚV)
19:00 Svíþjóð - Kanada (RÚV 2)

Liðin sem eru komin í 8-liða úrslit: Noregur, England, Frakkland, Þýskaland.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner