Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 24. júní 2019 17:30
Brynjar Ingi Erluson
James Rodriguez um framtíðina: Ekkert sem ég get gert
James Rodriguez fer líklegast frá Real Madrid
James Rodriguez fer líklegast frá Real Madrid
Mynd: Getty Images
James Rodriguez, leikmaður Real Madrid á Spáni, virðist ekki búast við því að vera áfram í herbúðum félagsins.

Þessi 27 ára gamli Kólumbíumaður samdi við Real Madrid árið 2014 eftir að hafa spilað vel með Porto og svo kólumbíska landsliðinu á HM en hann sig ekki þar.

Hann var á tveggja ára lánssamningi hjá Bayern München þar sem hann gerði góða hluti. Hann óskaði þó eftir því að félagið myndi ekki nýta kaupréttinn og er framtíð hans óljós.

Talið er líklegt að hann semji við ítalska félagið Napoli þar sem hann myndi hitta Carlo Ancelotti en hann þjálfaði hann hjá Bayern.

„Ég er bara að hugsa um Suður-Ameríku ikarinn og veit ekkert hvert ég fer eftir það. Boltinn er hjá Real Madrid og það er ekkert sem ég get gert," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner