Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. júní 2019 16:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keflavík færði Þór áritaðan bolta - „Innilegustu samúðarkveðjur"
Mynd: N4 - Skjáskot
Þór mætti Keflavík í Inkasso-deildinni um liðna helgi og enduðu leikar með markalausu jafntefli. Þór er á toppi Inkasso-deildar karla ásamt Fjölni með 16 stig.

Fyrir leik afhentu Keflvíkingar stjórn Þórs bolta sem Keflvíkingarnir höfðu áritað. Á boltanum stóð:

„Þór-Keflavík Inkasso-deildin 2019. Innilegustu samúðarkveðjur vegna fráfalls Baldvins Rúnarssonar. Leikmenn, starfsfólk og stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur."

Þórsarinn, Baldvin Rúnarsson, 25 ára Akureyringur, lést þann 31. maí síðastliðinn eftir að hafa háð harða baráttu við krabbamein til margra ára.

Baldvin ólst upp í Þór og lék með félaginu upp alla yngri flokka. Síðustu ár hefur hann þjálfað yngri flokka félagsins. Hann lék knattspyrnu þangað til veikindin fóru að herja á hann en hann lék með Magna í 3. deildinni sumarið 2014 auk leikja í undirbúningsmótunum fyrir tímabilið 2015.

Stofnaður hefur verið minningarsjóð um Baldvin.



Athugasemdir
banner
banner
banner