Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 24. júní 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Komið að Man City að vinna Meistaradeildina"
City er ríkjandi Englandsmeistari.
City er ríkjandi Englandsmeistari.
Mynd: Getty Images
Ef það er einhver titill sem Manchester City vantar þá er það Meistaradeildin.

City hefur valdið miklum vonbrigðum í Meistaradeildinni undanfarin ár. Margir töldu þá líklega sigurvegara á síðustu leiktíð en þeir féllu úr leik gegn Tottenham í 8-liða úrslitum eftir magnað einvígi.

Manchester City hefur spilað í Meistaradeildinni allar leiktíðir frá 2011/12. Besti árangur ríkjandi Englandsmeistaranna var að komast í undanúrslit 2015/16.

Harry Redknapp, fyrrum stjóri Tottenham og Portsmouth meðal annars, myndi veðja á Manchester City í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

„Ég finn það á mér að ensku félögin eiga eftir að vera sterk í Meistaradeildinni næstu árin. Ég hef trú á Manchester City á næsta ári, það er komið að þeim að vinna þessa keppni. Ég ég þyrfti að veðja á næstu sigurvegara þá myndi peningur minn fara á City," sagði Redknapp.

Síðasti úrslitaleikur keppninnar var á milli Tottenham og Liverpool. Síðarnefnda liðið vann 2-0 og vann Meistaradeildina í sjötta sinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner