Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 24. júní 2019 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Leikmaður Nordsjælland í sigtinu hjá Tottenham
Mauricio Pochettino er mjög áhugasamur um Skov Olsen
Mauricio Pochettino er mjög áhugasamur um Skov Olsen
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur ætlar sér að kaupa í sumar eftir að hafa sleppt því að kaupa leikmenn í síðustu tveimur gluggum.

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur sýnt nokkrum leikmönnum áhuga en nöfn á borð við Ryan Sessegnon og Nicolas Pepe hafa verið í umræðunni.

Argentínski stjórinn hefur verið að skoða danska leikmanninn Andreas Skov Olsen sem leikur með Nordsjælland en hann er aðeins 19 ára gamall og skoraði 19 mörk í 23 leikjum með Nordsjælland á síðasta tímabili.

Hann hefur þá verið að spila feykivel með U21 árs landsliði Danmerkur en hann er metinn á 15 milljónir punda.

Pochettino hefur fylgst með stöðu hans en Skov Olsen á aðeins eitt ár eftir af samningnum sínum hjá Nordsjælland og vill danska félagið ekki missa hann frá sér frítt.

Miklir peningar eru í húfi fyrir félagið og því ljóst að hann verður seldur í sumarglugganum.
Athugasemdir
banner
banner