Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 24. júní 2019 15:13
Brynjar Ingi Erluson
Lykilmaður Sevilla færist nær PSG
Pablo Sarabia er búinn að vera í stóru hlutverki hjá Sevilla
Pablo Sarabia er búinn að vera í stóru hlutverki hjá Sevilla
Mynd: Getty Images
Franska meistaraliðið Paris Saint-Germain er í viðræðum við spænska vængmanninn Pablo Sarabia. Þetta kemur fram í grein Le Parisien í dag.

Parísarliðið er búið að missa þrjá leikmenn í sumar og ljóst er að þeir verða fleiri en Neymar gæti einnig verið á leið frá félaginu. Þeir Gianluigi Buffon, Daniel Alves og Moussa Diaby eru allir farnir.

PSG ætlar að styrkja sóknarlínuna og hefur það verið í viðræðum við Pablo Sarabia, leikmann Sevilla, undanfarnar vikur.

Le Parisien segir að PSG sé að festa kaup á honum fyrir 18 milljónir evra en Sarabia er uppalinn hjá Real Madrid. Madrídingar eiga kauprétt á honum en þeir koma ekki til með að nýta hann.

Sarabia skoraði 23 mörk og lagði upp 17 í öllum keppnum á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner