Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. júní 2019 11:07
Elvar Geir Magnússon
Marta hélt tilfinningaríka eldræðu
Marta.
Marta.
Mynd: Getty Images
Frakkland sló Brasilíu út á HM kvenna í gær með því að vinna 2-1 sigur í 16-liða úrslitum.

Marta, ein besta fótboltakona sögunnar, vonaðist eftir því að vinna sinn fyrsta heimsmeistaratitil en þær vonir fuku út í veður og vind.

Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk í lokakeppni HM en Marta, þá er karlaboltinn tekinn með.

Eftir tapið í gær talaði hún til yngri kynslóðarinnar um að taka við keflinu.

„Kvennafótbolti veltur á því að þið haldið út, hugsið um hann og verðmetið hann meira. Við erum að kalla eftir hjálp, þú verður að gráta í upphafi og brosa að lokum," sagði Marta með tár í augunum.

„Þetta snýst um að hafa meiri löngun, æfa meira. Þetta snýst um að hugsa um sjálfan sig og vera tilbúin að spila 90 mínútur og svo 30 mínútur í viðbót."

„Ég er að biðja ykkur stelpur. Það verður ekki Formiga til eilífðar, það verður ekki Marta til elífðar, það verður ekki Cristiane," segir Marta sem sex sinnum hefur verið valin besti leikmaður heims.

Hún hefur verið öflug talskona fyrir jafnrétti í fótboltaheiminum.


Athugasemdir
banner
banner
banner