Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 24. júní 2019 12:00
Elvar Geir Magnússon
Messi fær óvænta gagnrýni frá Van Gaal
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal , fyrrum stjóri Barcelona og Manchester United, hefur gagnrýnt Lionel Messi og segir að hann taki eigin hagsmuni fram yfir liðið.

Messi átti enn eitt frábæra tímabilið með Barcelona en liðið uppskar aðeins spænska meistaratitilinn. Börsungar féllu úr leik gegn Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á ótrúlegan hátt.

Fimm ár eru síðan Barcelona vann Meistaradeildina síðast.

„Ég er ekki í klefanum eða á æfinum svo ég get ekki dæmt. Ég tel Messi vera besta einstaka leikmann í heiminum og er hrifinn af honum. En af hverju hefur hann ekki unnið Meistaradeildina í fimm ár? Af hverju? Sem fyrirliði verður þú að spyrja þig af hverju liðið vinnur ekki í Evrópu. Barca er með magnaðan leikmannahóp," segir Van Gaal.

„Ég tel að Messi beri einnig ábyrgð á því sem er í gangi hjá Barcelona, ekki bara þjálfarinn. Leikmenn deila með sér mikilli ábyrgð. Þetta er 30 manna hópur og ég tel að Messi þurfi að aðlaga sig að liðinu en ekki öfugt. Síðustu þjálfarar hafa aðlagað liðið of mikið af Messi í stað þess að vernda heildina. Liðsandinn er mikilvægastur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner