Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   mán 24. júní 2019 22:53
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Versta sem Njarðvíkurliðið hefur sýnt á þessum velli
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar tóku á móti Haukum í kvöld í sannkölluðum fallbaráttuslag þegar flautað var til leiks í 9.Umferð Inkasso deildar karla á Rafholtsvellinum í Njarðvík í kvöld.
Það má með sanni segja að leikurinn var fljótur að breytast í martröð fyrir Njarðvíkinga en þeir enduðu á að tapa leiknum með fimm mörkum gegn einu.

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  5 Haukar

„Þetta var meira en tap, þetta var skelfilegt tap hjá okkur og fyrri hálfleikur bara frá A-Ö bara mjög slakur." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Ég hugsa að þetta sé bara það versta sem Njarðvíkurliðið hefur sýnt á þessum velli bara frá upphafi held ég og fyrri hálfleikurinn var algjörlega bara mjög slakur í hverju sem er og seinni hálfleikur erum við nátturlega fjögur núll undir og byrjum svo sem hálfleikinn vel í seinni en þá auðvitað detta Haukarnir niður og annað og er ekki sami kraftur á þeim þannig að við göngum svo sem aðeins á lagið en þetta er langt frá því að vera nægilega gott."

Mikil harka var í leiknum og leikmenn beggja liða týndust meiddir útaf en þrátt fyrir það var ekki mikið um spjöld í þessum leik.
„Það eru þarna fjórir eða fimm sem fá gat á hausinn en það er samt einhverneginn þannig að mér fannst við ekki vera sýna neina hörku fannst mér og þeir í raun ekki heldur, bara skallaeinvígi sem lenda saman en við vorum ekki að fara í þá á fullu og vorum ekki að taka vel á móti þeim eða eitt eða neitt og þeir fengu bara að ganga á lagið á okkar velli og það er alls ekki boðlegt."

Aðspurður um hvort að leikurinn á fimmtudaginn gegn KR hafi mögulega truflað sína menn eitthvað í undirbúningi fyrir þennan leik hafði Rafn Markús þetta um málið að segja.
„Það er allavega á hreinu að síðan við fögnuðum saman á Keflavíkurvelli þá höfum við ekki tekið stig og byrjum svo sem ágætlega eftir þá leiki tókum þarna núll eitt leiki á móti Fjölni og Fram í leikjum þar sem við vorum raunverulega að spila vel varnarlega og fengum svo option til að skora en eftir það hafa fylgt eftir mjög slakir leikir á móti Magna, Aftureldingu og Haukum og í dag endaði þetta svo bara á þessu fíaskó í lokinn, þetta mark var algjör óvirðing hjá leikmanni sem skoraði þarna síðasta markið og þetta á ekki að sjást á fótboltavelli að menn séu að skalla boltann þarna inn af línunni eftir að hafa komist einn í gegn."

Njarðvíkingar heimsækja KR-inga næsta fimmtudag þegar þessi lið mætast í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en þá eins og áður segir sækja Njarðvíkingar mögulega besta lið Íslands um þessar mundir KR heim og því var ekki úr vegi að spá hverju mætti búast við þar.
„Þetta er stór spurning því þeir hafa verið að taka þessi stærstu lið á Íslandi og klárað þá í síðustu leikjum og mæta okkur vel særðum þannig að ég held að það verði bara að koma í ljós, við ætlum okkur að í fyrsta lagi að fara og njóta þess að spila á móti þeim og gera vel og vonandi náum við aftur upp okkar svona það sem við höfum verið að gera síðustu ár að vera þéttir og vinna þetta saman af krafti og við hverju má búast verður bara að koma í ljós, miðað við leikinn í dag þá má búast við markaveislu á okkur en vonandi verður það ekki niðurstaðan afþví við ætlum okkur stærri hluti en það, bæði á móti KR og á móti öðrum liðum, Gróttu í framhaldi og Víkingi Ólafsvík og það er alls ekki boðlegt eins og staðan er í dag erum við erum ennþá í 8-liða úrslitum í bikar og við erum í fallsæti í Inkasso og það gæti endað þannig að við verðum í Evrópu á næsta ári og í annari deild, það er fræðilegur möguleiki í dag ennþá en við ætlum okkur allavega að mæta klárir í KR og svo klárir í Júlí." 

Meira var rætt við Rafn Markús þjálfara í klippunni hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner