Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 24. júní 2019 16:30
Brynjar Ingi Erluson
Sky: Newcastle ætlar að reyna við Avram Grant
Það kannast margir áhugamenn um fótbolta við Avram Grant
Það kannast margir áhugamenn um fótbolta við Avram Grant
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United skoðar þann möguleika að fá ísraelska knattspyrnustjórann Avram Grant. Fréttastofa Sky Sports greinir frá.

Newcastle staðfesti í dag að Rafael Benitez verður ekki áfram með félagið en samningur hans rennur út um mánaðarmótin. Samband hans við Mike Ashley, eiganda Newcastle, var afar slæmt og vildi hann því ekki framlengja samninginn.

Enska félagið leitar nú að arftaka hans en Sky greinir frá því í dag að félagið ætli að skoða þann möguleika að fá Avram Grant.

Áhugamenn um enska boltann þekkja vel til Grant en hann stýrði bæði Chelsea og Portsmouth. Hann stýrði Chelsea með ágætum árangri en hann vann 36 leiki, gerði 12 jafntefli og tapaði aðeins 6 leikjum.

Hann starfar í dag sem tæknilegur ráðgjafi hjá North-East United í indversku deildinni. Hann þjálfaði síðast landslið Gana frá 2014 til 2017.
Athugasemdir
banner
banner
banner