Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. júní 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari U21 Englands: Þurfa að draga mig út
Mynd: Getty Images
Englendingar eru úr leik á EM U21 eftir tvo leiki. Þetta eru mikil vonbrigði enda voru miklar væntingar gerðar til liðsins fyrir mótið.

Liðið tapaði 4-2 gegn Rúmeníu á föstudag. Staðan var markalaus þar til á 76. mínútu og komu öll sex mörkin á lokakafla leiksins. Englendingar duttu þar með úr leik eftir naumt tap gegn Frakklandi í fyrstu umferð, þar sem sigurmarkið reyndist sjálfsmark Aaron Wan-Bissaka á 95. mínútu.

Þrátt fyrir vonbrigðin þá ætlar Aidy Boothroyd ekki að stíga frá borði sem þjálfari liðsins. Hann skrifaði undir nýjan tveggja ára samning fyrir mótið.

Boothroyd er 48 ára og er hann fyrrum stjóri Watford, Colchester, Coventry og Northamton. Hann hefur þjálfað yngri landslið Englands frá 2014.

„Við höfum gert ýmsa hluti mjög vel, en það eru líka hlutir sem við þurfum að bæta," sagði Boothroyd og bætti við:

„Ég er ekki að fara neitt - þeir þurfa að draga mig út."
Athugasemdir
banner
banner
banner